Örfá orð um Hálsaskóg

fyrir fullorðna lesendur.

Hálsaskógur er lítill söguheimur sem á margan hátt minnir á stóru veröldina sem við hrærumst í.
Og Klifurmús og Marteinn og Bangsapabbi og Mikki og öll hin dýrin í skóginum eru ekki venjuleg dýr, heldur ímyndaðar verur sem í hegðun sinni fá svolítið að láni bæði frá dýrum og mönnum. Þau bera nöfn dýranna og minna á dýr í útliti en þau klæðast líka fötum og ganga á tveimur fótum og búa í húsum og minna á okkur mennina í ýmsu því sem þau gera, segja og hugsa.
- Í Hálsaskógi er líka að finna, alveg eins og hjá okkur í stóru veröldinni, þrá eftir friði og öryggi og virðingu þegnanna hvers fyrir öðrum. Marteinn litli skógarmús orðar það þannig:
"Við gætum haft það svo gott hér í skóginum ef allir væru vinir og stóru dýrin létu þau litlu vera í friði. Þá gætu stóru dýrin hjálpað þeim litlu og litlu dýrin hjálpað þeim stóru, því litlu dýrin geta margt sem stóru dýrin geta ekki."

Þetta voru orð Marteins og hreint ekki illa að orði komist af lítilli mús að vera.

Thorbjörn Egner.

Trausti Ólafsson þýddi.